Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fös 09. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lilja Dögg spáir í leikina tvo sem verða loksins spilaðir
Tveir síðustu leikirnir í 14. umferð
Lilja Dögg Valþórsdóttir.
Lilja Dögg Valþórsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það eru tveir leikir á dagskrá í Bestu deild kvenna í kvöld. Þetta eru leikir í 14. umferð umferð deildarinnar sem hófst þann 23. ágúst síðastliðinn.

Harpa Þorsteinsdóttir byrjaði á því að spá í umferðina og var með tvo rétta en Lilja Dögg Valþórsdóttir mun klára verkefnið með því að spá í leikina sem eru í kvöld.

KR og Valur eigast við í kvöld, en Lilja hefur spilað fyrir bæði þessi félög á sínum ferli.

KR 0 - 2 Valur (17:00 í dag)
Mér sýnist veðrið ætla að bjóða upp á kjöraðstæður fyrir baráttuleiki í kvöld. Valskonur hafa verið á miklu skriði undanfarið en KR-konur hafa þurft að bíða í heilan mánuð til að fá að spila leik. Þær síðarnefndu munu eflaust vilja hefna fyrir slæmt tap fyrir Val í fyrri umferðinni og munu berjast eins og ljón. Ég held að bæði lið verði þétt, standi vörnina vel og þetta verði barátta til enda en nýkrýndir bikarmeistarar Vals munu sýna mátt sinn og megin og hafa þetta í lokin, 0-2.

ÍBV 0 - 2 Breiðablik (17:00 í dag)
Ég held að við munum sjá svipaðan baráttuleik í Eyjum þar sem Blikakonur munu ólmar vilja svara fyrir ósigurinn gegn ÍBV á heimavelli í fyrri umferðinni. Eyjakonur hafa eflaust nýtt sína löngu pásu í að skerpa á sóknarleiknum og Kristín Erna setur eitt mark nokkuð snemma í leiknum eftir fyrirgjöf frá Olgu. En Blikakonur vinna sig inn í þetta jafnt og þétt og koma til baka, setja tvö og taka stigin þrjú með sér heim og halda þannig spennu í toppbaráttunni, 1-2.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner