Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mán 09. október 2017 21:51
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gylfi: Væri alltaf gaman að fá lið eins og Brasilíu
,,Langþráður draumur sem lítill krakki að verða að verðuleika"
Icelandair
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld
Gylfi fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Bara frábær. Geðveikt að vera loksins komnir á heimsmeistaramótið. Langþráður draumur sem lítill krakki að verða að veruleika," voru fyrstu viðbrögð Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir 2-0 sigurinn gegn Kósóvó í kvöld.

Mikil spenna var fyrir leiknum í kvöld og sat þjóðin á öndinni á meðan leiknum stóð. En íslenska liðið sýndi enn einu sinni hvað í þeim býr.

„Það var mikil eftirvænting og mikil spenna í þjóðinni en við náðum nokkuð vel að slaka almennilega á og hugsa eingöngu um leikinn sem var framundan. Við höfum verið í svipaðri stöðu, bæði út í Noregi og gegn Kasakstan. Við erum komnir með ágæta reynslu af svona leikjum.

Gylfi var frábær í leiknum í kvöld, líkt og allt liðið en hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stoðsendingu í því síðara. Smá heppnisstimpill var yfir marki Gylfa en hann rann til þegar hann skaut á markið, en inn fór boltinn og er það sem skiptir máli.

„ Ég rann og ég veit ekki hvort ég skaut í jörðina eða vinstri löppina á mér en hann fór inn. Það var mikill léttir að sjá hann í netinu. Það tók mikla pressu af okkur. Þetta var mikilvægur tími til að skora. Skiptir ekki máli hversu fallegt það er. Getur spurt Jóa Berg. Hann skoraði ekki fallegt mark í síðasta leik en mikilvægt var það."

Strákarnir í landsliðinu ætla að fagna þessum ótrúlega áfanga í kvöld en það eru fáir hér á landi sem eiga það jafn skilið.

„Það verða fagnaðarlæti í kvöld allaveganna. Við ætlum að skemmta okkur vel og fagna þessum áfanga."

Gylfi var ekki byrjaður að hugsa mikið um heimsmeistaramótið og óskamótherja en hann nefndi þó eina þjóð sem hann væri til í að mæta.

„Það væri alltaf gaman að fá lið eins og Brasilíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner