Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 09. október 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tuanzebe frá næsta mánuðinn eftir slys í uppvaskinu
Mynd: Ipswich Town
Axel Tuanzebe, varnarmaður Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni, verður frá keppni næsta mánuðinn eftir að hafa meitt sig meðan hann vaskaði upp diskana heima hjá sér.

Tuanzebe, sem er 26 ára gamall, byrjaði fyrstu sex úrvalsdeildarleiki Ipswich en var ekki með í 4-1 tapi gegn West Ham um helgina eftir að hafa skorið sig í uppvaskinu.

Tuanzebe, sem er uppalinn hjá Manchester United, skar sig djúpt á þumli og er búinn að fara í minniháttar aðgerð sem heppnaðist vel.

Tuanzebe lék 12 leiki fyrir yngri landslið Englands og samþykkti að spila fyrir A-landslið Austur-Kongó fyrr á þessu ári.

„Axel lenti í mjög óheppilegu slysi og við munum sakna hans. Hann byrjaði tímabilið frábærlega með okkur og við munum sakna hans," sagði Kieran McKenna, þjálfari Ipswich.

Ben Johnson kom inn í varnarlínuna til að fylla í skarðið gegn West Ham.
Athugasemdir
banner
banner