Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 09. desember 2020 15:48
Elvar Geir Magnússon
Heimir hefur ekki fengið símtal frá KSÍ
Icelandair
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er einn þeirra sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ eru að leita að manni til stýra landsliðinu í undankeppni HM sem fer af stað í mars.

Guðni hefur sagt að vinna við að finna nýjan landsliðsþjálfara sé komin af stað og vonir standi til að nýr maður verði ráðinn fyrir jól.

Heimir hefur náð frábærum árangri á þjálfaraferli sínum en sagði við Fótbolta.net í dag að hann hefði ekki fengið símtal frá KSÍ.

„Það hefur enginn hringt í mig, ég er alltaf með símann opinn eins og þú veist!" sagði Heimir léttur.

En ef símtalið kemur, hefur hann ekki áhuga?

„Ég hef ósköp lítið spáð í þetta. En ef símtalið kæmi þá liggur það í hlutarins eðli að menn vilja skoða svoleiðis dæmi. Það er ekki spurning."

Lars Lagerback og Arnar Þór Viðarsson eru þau nöfn sem mest eru í umræðunni núna varðandi landsliðið. Þær sögur hafa verið að ganga að Arnar gæti tekið við liðinu með Eiði Smára Guðjohnsen en þeir stýrðu U21 landsliðinu í lokakeppni EM saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner