Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   lau 10. febrúar 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Edwards: Ekki hugmynd um hvenær á að dæma hendi
Mynd: EPA
Rob Edwards, þjálfari Luton Town, svaraði spurningum eftir tap á heimavelli í nýliðaslag gegn Sheffield United í dag.

Luton hefur verið að gera frábæra hluti að undanförnu og því kemur þetta tap gegn botnliði deildarinnar á óvart.

„Þetta var erfiður dagur fyrir okkur, það eru vonbrigði að tapa þessum leik. Þeir vörðust mjög vel og refsuðu okkur fyrir mistökin sem við gerðum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur og áttum erfitt með að skapa færi," sagði Edwards.

„Strákarnir gáfu allt í þetta en við fundum ekki leið í gegnum varnarmúrinn þeirra. Við erum í erfiðustu deild í heimi og í dag áttum við slæman dag, en við höfum verið að eiga góða daga upp á síðkastið. Strákarnir munu ná sér eftir þetta og mæta sterkari til leiks í næstu viku."

Sheffield skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og minnkaði Carlton Morris muninn með marki úr víti í upphafi síðari hálfleiks, báðar vítaspyrnurnar voru dæmdar vegna hendi innan vítateigs.

„Að mínu mati þá átti hvorugt atvikið að vera vítaspyrna, ég hef ekki hugmynd um hvenær á að dæma hendi og hvenær ekki."

Luton er með 20 stig eftir 23 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Sheffield vermir botnsæti úrvalsdeildarinnar með 13 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner