Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 10. apríl 2019 11:03
Elvar Geir Magnússon
Forseti Porto: Þakka Guði fyrir að Salah fótbraut hann ekki
Atvikið umtalaða.
Atvikið umtalaða.
Mynd: Skjáskot
Pinto da Costa, forseti Porto, segist þakka Guði fyrir að Danilo hafi ekki fótbrotnað eftir tæklingu Mohamed Salah.

„Hann hefði auðveldlega getað fótbrotið hann með þessari tæklingu," segir forsetinn.

„Ég þakka Guði fyrir að Danilo sé ekki fótbrotinn."

Atvikið átti sér stað þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Salah var þá með boltann rétt fyrir utan vítateigs Porto og var að reyna að þræða sig í gegnum vörn andstæðingsins.

Það gekk ekki betur en svo að Egyptinn missti boltann aðeins of langt frá sér og í fætur Danilo Pereira, fyrirliða Porto. Salah ætlaði að reyna að ná boltanum aftur en fór þá með vinstri fótinn beint ofan á sköflunginn á Pereira.

Phil Dowd, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir augljóst að Salah hefði átt að fjúka útaf fyrir brotið.

„Salah var aldrei að fara að ná boltanum til baka og hvernig hann kemur inn í þessa tæklingu verðskuldar beint rautt spjald," sagði Dowd.

Liverpool vann 2-0 sigur og er í góðum málum fyrir seinni leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner