Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   mán 10. júní 2019 07:56
Elvar Geir Magnússon
Utanríkisráðherra Tyrklands: Óásættanleg framkoma á Íslandi
Icelandair
Mevlüt Çavuşoğlu.
Mevlüt Çavuşoğlu.
Mynd: Getty Images
Mevlüt Çavuşoğlu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir á Twitter að brugðist verði við vegna þeirrar framkomu sem tyrkneska landsliðið fékk að kynnast á Leifsstöð í gær.

Tyrkland mætir Íslandi í undankeppni EM annað kvöld.

Çavuşoğlu segir að sú meðhöndlun sem liðið hafi fengið sé óásættanleg.

Tyrkneskir fjölmiðlar fjalla um að tyrkneska liðið hafi fengið stranga og tímafreka öryggisleit og vegabréfaskoðun.

„Það sem þeir hafa gert er vanvirðing og dónaskapur. Við höfum þurft að bíða í þrjá tíma. Það hefur verið leitað í öllum farangri okkar aftur og aftur. Við flugum í sex og hálfan tíma og höfum svo þurft að bíða í þrjá tíma," er haft eftir Burak Yilmaz, leikmanni Tyrklands.

Sam­kvæmt mbl.is staf­ar þetta af því að Tyrk­irn­ir flugu frá „óvottuðum“ flug­velli í heimalandi sínu, í Konya þar sem leik­ur­ liðsins við Frakka fór fram á laugardag, og þar af leiðandi þurfti slíkt tékk að fara fram hér á landi.

Fleiri leikmenn Tyrklands hafa lýst yfir óánægju sinni og hefur þetta skapað mikla reiði meðal stuðningsmanna liðsins.

Þá er einnig mikil reiði vegna þess að einhver einstaklingur beindi þvottabursta að fyrirliða Tyrklands þegar hann var að ræða við fjölmiðlamenn á Leifsstöð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner