Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 09. júní 2019 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tók viðtal við Emre með uppþvottabursta í Leifsstöð
Tyrkir brjálaðir
Icelandair
Tyrkland spilar við Ísland á þriðjudagskvöld.
Tyrkland spilar við Ísland á þriðjudagskvöld.
Mynd: Getty Images
Tyrkir eru heldur betur að láta vita af sér á samfélagsmiðlum þessa stundina.

Tyrkland mætir Íslandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Tyrkland er með níu stig eftir 2-0 sigur á Heimsmeisturum Frakklands á meðan Ísland er með sex stig eftir 1-0 sigur á Albaníu.

Íþróttafréttamaðurinn Benedikt Grétarsson fær í kvöld að kenna á því á Twitter. Hann hefur fengið mikinn fjölda hótunarpósta og haturspósta frá Tyrkjum.

Ástæðan er frekar furðuleg. Við komuna á Keflavíkurflugvöll reyndu margir fjölmiðlamenn að ná tali af Emre Belözoglu, hinum reynda fyrirliða Tyrkja, og var einn þeirra sem ataði uppþvottabursta að Emre.

Það fór ekki vel í tyrknesku þjóðina. Í tyrkneskum fjölmiðlum var talað um Íslending og var nafn Benedikts nefnt. Hann hefur þess vegna fengið öll þessi skilaboð.

Tyrkir hafa einnig látið skilaboðunum dynja á samfélagsmiðla KSÍ.







Athugasemdir
banner
banner
banner