Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 10. júní 2021 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Diego Llorente líklega ekki með Covid
Mynd: Getty Images
Það voru að berast frábærar fréttir úr herbúðum spænska landsliðsins á EM.

Það hefur verið mikið vesen í kringum Spánverja eftir að Sergio Busquets fyrirliði greindist með Covid. Diego Llorente, varnarmaður Spánar og Leeds, greindist svo með Covid í kjölfarið og var útlitið þá að verða ansi svart.

Llorente fór þó í aðra skimun í gær og þá var niðurstaðan neikvæð. Hann mun þurfa að fara aftur í skimun áður en hann getur byrjað að æfa en hann var líklegast aldrei með Covid.

Það getur komið fyrir að Covid skimun gefi ranga niðurstöðu og vona Spánverjar innilega að það sé raunin.

Spánn er í riðli með Svíþjóð, Póllandi og Slóvakíu og er fyrsti leikur á mánudaginn.

Sjá einnig:
Annað smit í herbúðum Spánar - Tvær búbblur
Ellefu bætast við búbblu Spánverja
Athugasemdir
banner
banner