Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 10. ágúst 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungur Grindvíkingur á reynslu hjá Álaborg
Mynd: Grindavík

Helgi Hafsteinn Jónasson var á reynslu hjá danska félaginu AaB á dögunum. Hann er fæddur árið 2008 og leikur sem miðjumaður.


„Helga gekk vel hjá AaB og fékk hann þarna gott tækifæri til að bera sig saman við danska jafnaldra sína í Álaborg. Freysteinn Ingi Guðnason úr Njarðvík var einnig á reynslu hjá AaB á sama tíma," segir í tilkynningu Grindavíkur.

Hann er á yngra ári í 3. flokki og hefur leikið 11 leiki og skorað 8 mörk í sumar.

„Helgi Hafsteinn er sonur þeirra Jóhanns Helgasonar og Margrétar Kristínar Pétursdóttur sem bæði áttu farsælan meistaraflokksferil með Grindavík. Helgi á því ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileika sína," segir í tilkyninngu Grindavíkur.


Athugasemdir
banner
banner