Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 10. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Rabbi spáir Stjörnusigri: Beinskeyttur leikstíll Rúnars mun skína í gegn
FH-Stjarnan klukkan 16:30
Stjarnan vann FH á dramatískan hátt í Pepsi Max-deildinni á dögunum. Hvað gerist í dag?
Stjarnan vann FH á dramatískan hátt í Pepsi Max-deildinni á dögunum. Hvað gerist í dag?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8-liða úrslitin í Mjólkurbikar karla klárast í dag með þremur leikjum. ÍBV er komið í undanúrslit en það skýrist í dag hvað lið fylgja þeim áfram.

Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur Fótbolti.net rýnir í leiki dagsins. Hann byrjar á að skoða leik FH og Stjörnunnar sem byrjar klukkan 16:30 á Kaplakrikavelli.

Fyrri viðureignir í bikar: Þetta er 8. leikur félagana í bikarkeppni KSÍ. FH hefur unnið þrjá og Stjarnan fjóra. Stjarnan vann síðasta bikarleik félagana 2-0 árið 2018 í undanúrslitum á Samsungvellinum með mörkum frá Guðjón Baldvinssyni og Guðmundi Steini Hafsteinssyni.

Við hverju má búast? Þetta eru tvö góð lið með ólíka leikstíla. Bæði lið eru með sterkar liðsheildir, reynda og öfluga leikmenn, menn sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur og svo sterkan varnarleik og tvo af betri markmönnum deildarinnar. Þetta er alvöru nágrannaslagur þar sem má búast við hörku leik en leikirnir á milli þessara liða eru oftar en ekki jafnir og mjög fjörugir, þar sem barátta er í fyrirrúmi. Stjörnumenn eru enn taplausir í deildinni en hafa verið að gera mikið af jafnteflum að undanförnu, en liðið hefur gert jafntefli í fimm af síðustu sex deildarleikjum. Eiður og Logi hafa aðeins tapað einum leik síðan þeir tóku við en það var gegn Stjörnunni. Það er klárt að bæði lið ætla sér langt í keppninni en FH hefur harma að hefna fyrir tapið í síðasta leik eftir dramatískar lokamínútur.

Gaman að fylgjast með? Það verður mikið um stöðubaráttur um allan völl en það verður einnig gaman að fylgjast með baráttu þjálfaranna, Logi/Eiður vs. Rúnar/Óli. Bæði þjálfarapörin ætla sér klárlega alla leið í þessari keppni. Einvígið verður ekki mikið skemmtilegra.

Hvernig fer leikurinn? Vonandi verður þetta vel spilaður leikur þar sem gæði liðanna mun fá að njóta sín. Bæði lið geta spilað flottan fótbolta, bolta þar sem hlaupaleiðir, hreyfingar með og án bolta eru mjög góðar og vel æfðar. Eftir stutt landsleikjahlé er Stjarnan að fara inn i hörku prógram, FH í bikar, KR, Valur og Breiðablik í deild. Ég hef mikla trú að Stjarnan komi vel undirbúin inn í þessa leiki, vinni FH og fari svo að breyta jafnteflum í sigurleiki í deildinni. Stjarnan vinnur 1-2 þar sem kraftmikill og beinskeyttur leikstíll Rúnars mun skína í gegn.

Mjólkurbikar karla í dag: 8-liða úrslit
16:30 FH - Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Valur - HK (Origo völlurinn)
Athugasemdir
banner