Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 10. nóvember 2024 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Amorim kvaddi með mögnuðum endurkomusigri
Mynd: EPA
Ruben Amorim stýrði sínum síðasta leik sem þjálfari Sporting Lisbon í Portúgal og ákvað hann að gera það með stæl en liðið vann magnaðan 4-2 endurkomusigur á Braga.

Amorim tekur við Manchester United á næstu dögum en hann var með uppsagnarfrest hjá Sporting og þurfti því að klára síðustu leiki fyrir landsleikjatörnina áður en hann færi til Bretlandseyja.

Sporting lenti tveimur mörkum undir gegn Braga í kvöld en kom til baka og vann 4-2.

Þrjú af þessum fjórum mörkum komu á síðustu fimmtán mínútum leiksins en hinn 19 ára gamli Dani, Conrad Harder, fór mikinn og skoraði tvö.

Leikmenn fögnuðu ákaft með Amorim í leikslok eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner