Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 10. desember 2023 15:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Tottenham og Newcastle: Richarlison og Sarr koma inn

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram í London en þar mætast Tottenham Hotspur og Newcastle United.


Bæði lið töpuðu í miðri viku en Tottenham hefur verið að gefa mikið eftir en liðið hafði byrjað tímabilið frábærlega. Newcastle tapaði illa fyrir Everton á Goodison Park svo bæði lið koma væntanlega brjáluð inn í þennan leik.

Það eru tvær breytingar á byrjunarliði Tottenham en Pape Sarr og Richarlison koma inn. Richarlison er að byrja sinn fyrsta leik síðan í lok október mánaðar.  Pierre-Emile Hojbjerg fer á bekkinn.

Hjá Newcastle eru engar breytingar frá tapleiknum slæma gegn Everton. Eddie Howe er að byrja með sömu tíu útileikmennina í fimmta leiknum í röð.

Tottenham: Vicario, Porro, Romero, Davies, Udogie, Sarr, Bissouma, Johnson, Kulusevski, Richarlison, Son.
(Varamenn: Forster, Skipp, Hojbjerg, Gil, Royal, Lo Celso, Veliz, Donley, Dorrington.)

Newcastle: Dubravka, Trippier, Schar, Lascelles, Livramento, Miley, Guimaraes, Joelinton, Almiron, Gordon, Isak.
(Varamenn: Karius, Gillespie, Dummett, Wilson, Ritchie, Krafth, Hall, Longstaff, Murphy.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir