Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 10. desember 2024 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Grétars orðaður við félag í Danmörku
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Arnar Grétarsson er núna orðaður við þjálfarastarfið hjá Kolding í Danmörku.

Fram kom í hlaðvarpinu Dr Football að Arnar sé einn þriggja sem komi til greina í starfið.

„Það sem Danirnir segja er að hann er á þriggja manna lista," sagði Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr Football.

Arnar var síðast þjálfari Vals en var rekinn úr starfi í ágúst vegna óviðunandi árangurs.

Hann fundaði nýverið með HK og hafnaði því að taka við sem þjálfari Karmiotissa á Kýpur.

Áður en hann tók við Val, þá stýrði Arnar KA með góðum árangri. Þá var hann einnig þjálfari Roeselare í Belgíu og Breiðabliks. Hann starfaði þá sem yfirmaður fótboltamála hjá stórum félögum á borð við AEK Aþenu og Club Brugge.

Kolding er sem stendur í sjöunda sæti dönsku B-deildarinnar en Ari Leifsson er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner