Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 30. október 2024 18:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Þungavigtin 
Segir Arnar hafa hafnað kýpversku félagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson sagði frá því í Þungavigtinni að Arnar Grétarsson hefði hafnað tækifærinu á að taka við sem þjálfari kýpverska liðsins Karmiotissa FC.

Arnar hefur verið án starfs frá því að hann var rekinn frá Val snemma í ágúst.

Kristján Óli segir að Arnari hafi staðið til boða að taka við liðinu af Sofronis Avgousti sem nýlega var ráðinn þjálfari kýpverska landsliðsins.

Karmiotissa endaði í 10. sæti á síðasta tímabili og er í 10. sæti eftir átta leiki á þessu tímabili.

Arnar er með reynslu af því að þjálfa í Grikklandi sem er nágrannaþjóð Kýpur. Arnar var leikmaður AEK Aþenu á árunum 1997-2000 og starfaði svo sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu 2010-12.

Hann er þessa dagana orðaður við HK sem er eina liðið í efstu tveimur deildum karla sem er án þjálfara.
Athugasemdir
banner