Heimild: Bold
Eins og greint var frá fyrr í dag þá er Arnar Grétarsson einn af þeim sem kemur til greina í þjálfarastarfið hjá danska B-deildarliðinu Kolding.
Bold segir að Kolding hafi rætt við mögulega kosti og nokkrir af þeim verið boðaðir í annað viðtal, þar á meðal sé Arnar. Arnar er án starfs síðan hann var rekinn frá Val í sumar.
Bold segir að Kolding hafi rætt við mögulega kosti og nokkrir af þeim verið boðaðir í annað viðtal, þar á meðal sé Arnar. Arnar er án starfs síðan hann var rekinn frá Val í sumar.
Þá segir miðillinn að ef Arnar tekur við sé mögulegt að Eiður Smári Guðjohnsen fylgi honum sem aðstoðarmaður.
Eiður Smári er einn besti fótboltamaður Íslandssögunnar og fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Sagt er að Eiður sjálfur hafi hingað til ekki verið hluti af viðræðum Arnars við Kolding.
Arnar og Eiður léku saman með íslenska landsliðinu og þá gekk Eiður í raðir AEK Aþenu á sínum tíma, þegar Arnar var þar yfirmaður fótboltamála.
Athugasemdir