Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   þri 11. febrúar 2025 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að leikmenn Fiorentina hefðu átt að ganga af velli
Sigur Inter gegn Fiorentina í ítölsku deildinni í gær hefur verið mikið í umræðunni í ítölskum fjölmiðlum.

Inter komst yfir en það var sjálfsmark frá Marin Pongracic eftir hornspyrnu. Boltinn var hins vegar farinn út af áður en leikmaður Fiorentina snerti hann og hornspyrna hefði þá ekki átt að vera niðurstaðan.

Ítalski fréttaritarinn Dario Baldini segir að leikmenn Fiorentina hefðu átt að ganga af velli í kjölfarið en þar vitnaði hann í atvik í tyrknesku deildinni þar sem leikmenn Adana Demirspor gengu af velli eftir hálftíma leik til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray.

„Leikmenn Fiorentina hefðu átt að ganga af velli og yfirgefa leikvanginn, leyfa Inter að spila gegn unglingaliði Inter og taka 3-0 tapi. Þeir enda hvort eð er tómhentir," sagði Baldini.

„Raffaele Palladino (stjóri Fiorentina) hlítur að vera mjög sterkur andlega því ég hefði verið brjálaður. Þetta á ekki að gerast árið 2025."

Inter vann leikinn 2-1 að lokum en Albert Guðmundsson spilaði síðustu tíu mínúturnar hjá Fiorentina.
Athugasemdir
banner
banner
banner