Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag á óskalistanum
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag er einn af þeim sem eru á óskalista Feyenoord sem er núna í stjóraleit.

Feyenoord tilkynnti í gær að Brian Priske hefði verið rekinn frá félaginu. Hann tók við liðinu af Arne Slot síðasta sumar þegar Slot var ráðinn til Liverpool.

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum er Ten Hag á óskalistanum hjá Feyenoord.

Ten Hag var rekinn frá Manchester United seint á síðasta ári og hefur síðan þá verið án starfs.

Ten Hag er með gott orðspor í Hollandi eftir að hafa gert frábæra hluti með Ajax á árum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner