Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 11. mars 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Barcelona býður Aguero samning - Werner seldur?
Powerade
Timo Werner, sóknarmaður Chelsea.
Timo Werner, sóknarmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: Getty Images
Aguero, Werner, Cavani, Ronaldo, Varane og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta sem ensku götublöðin fjalla um í dag.



Barcelona hefur boðið argentínska sóknarmanninum Sergio Aguero (32) samning. Aguero verður samningslaus hjá Manchester City eftir tímabilið. (Tycsports)

Chelsea gæti reynt að selja þýska sóknarmanninn Timo Werner (25) í sumar, aðeins ári eftir að hafa keypt hann á 54 milljónir punda frá RB Leipzig. (Football Insider)

Umboðsmaður David Alaba (28) segir ekki rétt að austurríski varnarmaðurinn hafi samþykkt að fara til Barcelona. Samningur hans við Bayern München rennur út í sumar. (Goal)

Edinson Cavani (34), sóknarmaður Manchester United, mun bíða þar til í lok tímabilsins með að ákveða framtíð sína. (ESPN)

Það er ekki á dagskrá núna hjá Juventus að bjóða Cristiano Ronaldo nýjan samning. Þetta segir yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, Fabio Paratici. (Sky Italia)

Real Madrid mun hlusta á tilboð í varnarmanninn Raphael Varane (27) í sumar. Franski landsliðsmaðurinn er sagður vilja færa sig um set og hefur áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. (AS)

Liverpool er með augastað á brasilíska vængmanninum Angelo Gabriel (16) hjá Santos. (Sport Witness)

Varnarmaðurinn Craig Dawson (30) er þremur byrjunarliðsleikjum í úrvalsdeildinni frá því að virkja klásúlu sem breytir lánssamningi hans hjá West Ham í 2 milljóna punda kaup frá Watford. (Athletic)

Newcastle ætlar að fá vinstri bakvörðinn Matthew Bondswell (18) á frjálsri sölu frá RB Leipzig. (Telegraph)

Brighton hefur áhuga á portúgalska framherjanum Eder (33) sem er á förum frá Lokomotiv Moskvu í sumar. (A Bola)

Spænski viðskiptamaðurinn Erik Alonso er nálægt því að ná samkomulagi um yfirtöku á Championship-félaginu Derby. (Athletic)

Ralf Rangnick, fyrrum þjálfari RB Leipzig, segist hafa áhuga á því að taka við þýska landsliðinu en Joachim Löw hætti eftir Evrópumótið í sumar. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner