
Diljá Ýr Zomers, leikmaður Leuven í Belgíu og íslenska landsliðið, glímir við meiðsli á fæti sem hafa haldið henni lengi frá vellinum. Hún er sóknarmaður sem lék níu landsleiki á síðasta ári og byrjaði sjö þeirra. Hún átti frábært síðasta tímabil þar sem hún varð markadrottning belgísku deildarinnar, en meiðsli hafa sett sinn svip á tímabilið í ár.
Hún hefur ekkert spilað síðan í desember og er ljóst að hún mun ekki snúa aftur á völlinn í bráð. Hún er með álagsbrot í ristinni sem flókið er að meðhöndla.
Hún hefur ekkert spilað síðan í desember og er ljóst að hún mun ekki snúa aftur á völlinn í bráð. Hún er með álagsbrot í ristinni sem flókið er að meðhöndla.
„Ég veit að þetta mun taka einhverjar vikur í viðbót," segir Diljá við Fótbolta.net í dag.
Hún er ekki í gipsi eða gönguspelku vegna meiðslanna. „Það er ekki víst að þetta grói ef ég er í hlífðarskó því blóðflæðið í kringum þetta bein er svo lítið. Læknarnir vildu ekki setja mig í gips eða gönguspelku til að ég ætti möguleika á að ná mér fyrir EM."
„Þetta er líka erfitt fyrir hausinn þar sem mér líður kannski ekki alveg eins og að ég sé að ná bata, af því að ég má hjóla og lyfta, en bara ekkert álag á fótinn og forðast mikið labb."
„Ég fer á tveggja vikna fresti í höggbylgjumeðferð og er svo komin með sérhannað innlegg í skóinn sem getur hjálpað. Annars snýst þetta mest um að bíða og sjá," segir Diljá.
Þetta hefur tekið á hausinn hjá Diljá, þá kannski sérstaklega af því að hún var búin að vera í átta vikna endurhæfingu þegar loksins kom í ljós að bein í ristinni væri brotið.
Framundan hjá íslenska landsliðinu eru fjórir leikir í Þjóðadeildinni, tveir í apríl og svo tveir í kringum mánaðamótin maí/júní. Næst á eftir því er svo EM í Sviss í sumar. Fyrsti leikur Íslands í mótinu verður 2. júlí. Diljá var spurð út í framhaldið og EM.
„Ég hef fulla trú á og mun gera allt til að vera klár fyrir gluggann í lok maí og þá vonandi eiga séns á að vera valin þá og svo vonandi þá EM líka í kjölfarið," segir Diljá.
Athugasemdir