Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. maí 2021 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Selfoss á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 0 - 2 Selfoss
0-1 Brenna Lovera ('19)
0-2 Caity Heap ('66)

Þór/KA tók á móti Selfossi í annarri umferð Pepsi Max-deildar kvenna og tóku gestirnir forystuna snemma leiks þegar Brenna Lovera skoraði eftir sendingu frá Hólmfríði Magnúsdóttur. Brenna gerði mjög vel að vinna kapphlaupið um boltann og skora úr þröngu færi.

Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki og staðan 0-1 eftir flottan og nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikur hélt áfram í svipuðu fari þar til á 66. mínútu þegar Caity Heap tvöfaldaði forystu gestanna með þrumuskoti eftir slæma hreinsun úr vörn Þórs/KA.

Meira var ekki skorað í þessum áhugaverða leik. Það sást munur á einstaklingsgæðum leikmanna og réði sá munur að lokum úrslitum.

Selfoss byrjar nýtt tímabil af krafti og er eina lið deildarinnar sem hefur unnið báða leiki tímabilsins. Þ

Þór/KA er með þrjú stig eftir sigur í Vestmannaeyjum í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner