Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   lau 11. júlí 2020 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Leeds enn á toppnum eftir leiki dagsins
Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Championship-deildinni á Englandi.

West Brom komst upp að hlið Leeds á toppi deildarinnar er jafntefli var niðurstaðan gegn Blackburn. Leeds á leik til góða gegn Swansea á morgun og getur þar farið langt með að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Derby County hefur nýtt möguleika sinn á að komast í topp sex, umspilssæti, afar illa. Liðið tapaði á heimavelli gegn Brentford í dag. Brentford er í þriðja sæti á meðan Derby er í tíunda sæti. Eins og staðan er núna þá eru Brentford, Fulham, Nottingham Forest og Cardiff á leið í umspil. Swansea getur komist upp fyrir nágranna sína í Cardiff með sigri eða jafntefli á morgun.

Jón Daði Böðvarsson og félagar í Milwall eru tveimur stigum frá Cardiff. Milwall vann 1-0 útisigur á Hull þar sem Jón Daði lék ekki með liðinu vegna meiðsla.

Í fallbaráttunni er einnig mikil spenna. Eins og staðan er núna eru Barnsley, Luton og Hull í fallsæti en það er mjótt á munum.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins og þar fyrir neðan er stigataflan. Það gæti tekið hana einhvern tíma að uppfæra sig.

Barnsley 0 - 0 Wigan
Rautt spjald: Danny Fox, Wigan ('71)

Blackburn 1 - 1 West Brom
0-1 Filip Krovinovic ('41 )
1-1 Joe Rothwell ('63 )

Charlton Athletic 0 - 1 Reading
0-1 George Puscas ('3 , víti)

Derby County 1 - 3 Brentford
0-1 Ollie Watkins ('3 )
1-1 Jason Knight ('29 )
1-2 Said Benrahma ('49 )
1-3 Said Benrahma ('64 )

Hull City 0 - 1 Millwall
0-1 Ryan Leonard ('2 )

Middlesbrough 1 - 3 Bristol City
0-1 Nahki Wells ('6 )
0-2 Jamie Paterson ('42 )
0-3 Nahki Wells ('79 )
1-3 Britt Assombalonga ('82 )

Preston NE 1 - 1 Nott. Forest
0-1 Lewis Grabban ('5 , víti)
1-1 Jayden Stockley ('15 )

QPR 0 - 3 Sheffield Wed
0-1 Dominic Iorfa ('5 )
0-2 Josh Windass ('45 )
0-3 Jacob Murphy ('78 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Derby County 21 8 6 7 30 29 +1 30
13 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
14 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
15 Wrexham 22 6 10 6 27 27 0 28
16 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
17 Swansea 22 7 5 10 24 30 -6 26
18 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
19 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 20 1 6 13 15 40 -25 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner