Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 11. september 2018 12:45
Elvar Geir Magnússon
Girona og Barcelona hafa formlega sótt um að spila í Bandaríkjunum
Lionel Messi, leikmaður Barcelona.
Lionel Messi, leikmaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona, Girona og La Liga hafa formlega sótt um leyfi frá spænska knattspyrnusambandinu til þess að viðureign liðanna þann 26. janúar verði spiluð í Miami í Bandaríkjunum.

Leikurinn yrði spilaður á Hard Rock leikvangnum, heimavelli Miami Dolphins.

Forráðamenn La Liga hafa samþykkt að spila einn deildarleik á tímabili í Bandaríkjunum en þetta er samkvæmt samningi við fjölmiðlafyrirtækið Relevant.

Umsóknin er árituð af Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona, forseta Girona og formanni La Liga.

Samkomulagið inniheldur flýjar flugferðir til Miami fyrir ársmiðahafa Girona og fleiri sæti fyrir stuðningsmenn Girona þegar liðin eigast við á Nývangi, heimavelli Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner
banner