Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 11. september 2022 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Paqueta og Guimaraes gerðu veðmál fyrir leik West Ham og Newcastle
Lucas Paqueta (t.v.), Bruno Guimaraes (f.m.) og Kilyan Mbappe (t.h.)
Lucas Paqueta (t.v.), Bruno Guimaraes (f.m.) og Kilyan Mbappe (t.h.)
Mynd: EPA

Hinn 25 ára Brasilíumaður, Lucas Paqueta, gekk til liðs við West Ham frá Lyon undir lok félagsskiptagluggans í sumar. Hann hefur þegar leikið þrjá leiki fyrir félagið.


Paqueta og landi hans, Bruno Guimaraes leikmaður Newcastle eru góðir vinir en West Ham og Newcastle áttu að mætast um helgina en öllum leikjum helgarinnar í enska boltanum var frestað vegna fráfalls drottningarinnar.

Paqueta sagði frá því að hann og Guimaraes hefðu gert veðmál fyrir leikinn.

„Við gerðum veðmál um að sá sem tapar myndi borga fyrir kvöldmatinn í London, við erum búnir að borða kvöldmat saman í Newcastle," sagði Paqueta í samtali við The Times.

„Bruno og Vinicius Jr eru tveir af bestu félögum mínum í fótboltanum. Ég hef þekkt Vinicius síðan við vorum 10 ára í Flamengo og ég og Bruno urðum vinir hjá Lyon og urðum mjög nánir."

„Það er eins og það hafi gerst í gær að við vorum að spila tölvuleiki saman og tala um það hvernig það yrði þegar við spilum á móti hvor öðrum, nú mun það gerast bráðum," sagði Paqueta að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner