Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 11. október 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í fyrsta sinn í átta ár fyrir Chelsea
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: Getty Images
Chelsea á bæði stjóra og leikmann mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir september.

Cole Palmer er leikmaður mánaðarins en hann sýndi það í mánuðinum að hann er án efa einn besti leikmaður í heimi.

Palmer hefur verið sjóðandi heitur og líklega búinn að vera besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar til þessa.

Þá er Enzo Maresca stjóri mánaðarins en hann hefur verið að gera vel hjá Lundúnafélaginu eftir að hann kom frá Leicester. Í september vann Chelsea þrjá leiki og gerði eitt jafntefli.

Þetta er í fyrsta sinn í átta ár þar sem Chelsea á bæði leikmann og stjóra mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerðist síðast í nóvember 2016 þegar Antonio Conte var stjóri mánaðarins og Diego Costa leikmaður mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner