Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga í undirbúningi fyrir landsleik Íslands og Wales sem fer fram á vellinum i kvöld.
Mjög kalt hefur verið í veðri síðustu sólahringa sem ekki hefur auðveldað starf þeirra og má sem dæmi nefna að þegar þessi orð eru skrifuð klukkustund fyrir leik er lofthiti rétt yfir frostmarki.
Mjög kalt hefur verið í veðri síðustu sólahringa sem ekki hefur auðveldað starf þeirra og má sem dæmi nefna að þegar þessi orð eru skrifuð klukkustund fyrir leik er lofthiti rétt yfir frostmarki.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Aðferðirnar sem vallarstarfsmenn hafa þurft að beita til að halda vellinum leikæfum og öruggum eru því margar hverjar nokkuð sérstakar.
Hörður Snævar Jónsson ritstjóri fréttamiðilsins 433 birti fyrir skömmu myndband á X þar sem sjá má vallarstarfsmenn kasta salti á hliðarlínur vallarinns til hálkuvarna. Aðferð sem flestir kannast við að sé beitt á gangstéttar og götur í frosti en eflaust sjaldgæfara að sjá því beitt á knattspyrnuvöllum.
Uppfært: Efnið sem um ræðir sem borið var á völlinn er ekki salt. Það hefur þó sama tilgang í þessu tilfelli.
Laugardalsvöllur saltaður fyrir leik kvöldsins pic.twitter.com/mDWInOgCWC
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 11, 2024
Athugasemdir