Arsenal reynir að fá spænskan markvörð - Líklegt að Sancho fari til Juventus - Everton hefur áhuga á Amrabat
   þri 11. nóvember 2014 15:40
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Finnur hættur í Fylki - Viðræður við Ásgeir Börk
Finnur Ólafsson.
Finnur Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að miðjumaðurinn Finnur Ólafsson leikur ekki með Fylki á næsta ári en þetta staðfesti Ólafur Geir Magnússon í stjórn knattspyrnudeildar Fylkis við Fótbolta.net.

Víkingur, Breiðablik og ÍBV hafa áhuga á Finni samkvæmt heimildum en ekki hefur náðst í hann sjálfan í dag. Samningur hans við Árbæjarliðið er útrunninn.

Finnur var meiddur í upphafi tímabils í sumar en eftir að hann kom aftur inn í liðið fór að ganga betur og Fylkir klifraði upp töfluna.

Fylkismenn vilja fá Ásgeir Börk Ásgeirsson aftur í Lautina en þessi öflugi miðjumaður er einnig á óskalista Víkinga.

„Það er ekkert leyndarmál að við viljum fá Ásgeir Börk til okkar. Þau mál eru í vinnslu og hann vildi fá einhverja daga til að anda að sér íslenska fjallaloftinu. Við setjum stefnuna á að klára okkar leikmannamál um mánaðamótin en það eru ansi mörg ár síðan þau mál kláruðust svona snemma hjá Fylki," segir Ólafur Geir.
Athugasemdir
banner
banner
banner