Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 12. janúar 2020 16:23
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Sampdoria með stórsigur á Brescia
Fabio Quagliarella skoraði tvö í sigri Sampdoria.
Fabio Quagliarella skoraði tvö í sigri Sampdoria.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni nú síðdegis, í einum leiknum voru skoruð sex mörk en í hinum leikjunum var ekki jafn mikið fjör.

Það var boðið upp á markaveislu þegar Sampdoria tók á móti Brescia. Heimamenn komust yfir á 12. mínútu en gestunum tókst að jafna á 34. mínútu, Sampdoria komst svo aftur yfir fyrir hálfleik með marki Jakub Jankto.

Fabio Quagliarella skoraði úr vítaspyrnu á 69. mínútu og tæpum tíu mínútum síðar skoraði Gianluca Caprari fjórða mark heimamanna. Fabio Quagliarella bætti svo við öðru marki sínu og fimmta marki Sampdoria á 90. mínútu.

Eins og áður segir þá var minna skorað í öðrum leikjum, Torino hafði betur gegn Bologna 1-0 með marki Alex Berenguer. Í leik Fiorentina og Spal var einnig eitt mark skorað, það gerði German Pezzella undir lok leiksins og tryggði heimamönnum stigin þrjú.

Sampdoria 5 - 1 Brescia
0-1 Jhon Chancellor ('12 )
1-1 Karol Linetty ('34 )
2-1 Jakub Jankto ('45 )
3-1 Fabio Quagliarella ('69 , víti)
4-1 Gianluca Caprari ('77 )
5-1 Fabio Quagliarella ('90 )

Torino 1 - 0 Bologna
1-0 Alex Berenguer ('11 )

Fiorentina 1 - 0 Spal
1-0 German Pezzella ('82 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Frosinone 35 7 11 17 43 63 -20 32
17 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner