Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fim 12. janúar 2023 12:52
Elvar Geir Magnússon
Telur Felix alls ekki eins góðan og fólk heldur
Sparkspekingurinn Guillem Balague skrifar fréttaskýringu á vefsíðu BBC þar sem hann fjallar um ástæðu þess að Atletico Madrid hefur lánað Joao Felix til Chelsea út tímabilið.

Í hnotskurn liggur ástæðan í samskiptum hans og stjórans Diego Simeone, þeir horfi mismunandi augum á leikinn og hreinlega á lífið í heild sinni.

Hinn 23 ára Felix hafi fulla trú á sínum hæfileikum en Simeone þykir leikmaðurinn „alls ekki eins góðan og fólk heldur að hann sé“. Þá er Simoene ekki ánægður með hugarfar leikmannsins, hvorki innan vallar né utan.

„Stjóranum finnst Portúgalinn ekki eins góður og fólk heldur að hann sé og að eina ofurstjarnan sem hann sé með í leikmannahópi sínum sé Antoine Griezmann," skrifar Balague.

Felix hefur aðeins spilað fullar 90 mínútur 24 sinnum í 134 leikjum með Atletiico Madrid (84 byrjunarliðsleikir) og tölfræðin er ekki í heimsklassa. Ofan á 33 mörk er hann með 16 stoðsendingar og markahlutfallið um 0,25.

Balague segir ekki rétt að Simeone hafi tilkynnt að hann muni hætta eftir tímabilið en félagið yrði ekki fyrir neitt gríðarlega miklum vonbrigðum ef hann færi. Luis Enrique væri þá mjög líklegur til að taka við.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir