Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 21:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Barcelona rúllaði yfir Real Madrid og vann Ofurbikarinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Real Madrid 2 - 5 Barcelona
1-0 Kylian Mbappe ('5 )
1-1 Lamine Yamal ('22 )
1-2 Robert Lewandowski ('36 , víti)
1-3 Raphinha ('39 )
1-4 Alejandro Balde ('45 )
1-5 Raphinha ('48 )
2-5 Rodrygo ('60 )
Rautt spjald: Wojciech Szczesny, Barcelona ('56)


Barcelona er Ofurbikarmeistari á Spáni eftir sigur á Real Madrid í úrslitum í kvöld en leikurinn fór fram í Sádí-Arabíu.

Kylian Mbappe kom Real Madrid yfir þegar hann batt endahnútinn á laglega skyndisókn snemma leiks.

Barcelona svaraði því almennilega en liðið var komið með 4-1 forystu þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Raphinha skoraði síðan sitt annað mark og fimmta mark Barcelona í upphafi seinni hálfleiks.

Wojciech Szczesny fékk tækifæri í marki Barcelona en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Mbappe fyrir utan vítateignn. Inaki Pena kom í markið og hann gat ekki varist aukaspyrnunni frá Rodrygo.

Real reyndi hvað þeir gátu að minnka muninn enn frekar en nær komust þeir ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner