Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 12. febrúar 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola sendi Bæjurum kveðju
Bayern München er handhafi allra titla sem möguleiki er á en þetta magnaða þýska lið vann HM félagsliða í gær.

Hansi Flick og hans menn hafa unnið alla sex mögulega titla og er annað liðið til að afreka það, á eftir Barcelona 2009.

Pep Guardiola, fyrrum stjóri Bayern, hélt þá um stjórnartaumana hjá Bæjurum og hann sendi liðinu myndbandskveðju eftir leikinn í gær. Þar sló hann á létta strengi.

Hann segist vera ótrúlega stoltur af afreki liðsins. Þá stakk hann upp á því að hann myndi hringja í Lionel Messi og félaga og spilað yrði upp á sjöunda titilinn.

Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu kveðju.


Athugasemdir
banner
banner