Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 11. febrúar 2021 19:50
Victor Pálsson
HM félagsliða: Pavard tryggði Bayern bikarinn
Bayern Munchen 1 - 0 Tigres
1-0 Benjamin Pavard('59)

Bayern Munchen er heimsmeistari félagsliða eftir leik við mexíkóska liðið UANL Tigres í Katar í kvöld.

Bayern var að sjálfsögðu talið mun sigurstranglegra fyrir leikinn en liðið lagði Al-Ahly sannfærandi í undanúrslitunum.

Tigres spilaði við brasilíska liðið Palmeiras í hinum undanúrslitaleiknum og vann 1-0 sigur.

Bayern var mun betri aðilinn í leiknum í kvöld en heimsmeistarinn Benjamin Pavard skoraði eina mark leiksins.

Bakvörðurinn skoraði mark fyrir Bayern á 59. mínútu til að tryggja liðinu enn einn titil í safnið.
Athugasemdir