Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 12. mars 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Häcken kaupir Diljá - „Ekkert sem segir mér að þetta geti verið rangt skref"
Ég er ennþá aðeins að melta þetta allt saman, þetta er einhvern veginn svo mikil U-beygja.
Ég er ennþá aðeins að melta þetta allt saman, þetta er einhvern veginn svo mikil U-beygja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég leyfi hlutunum að koma og vinn fyrir næsta skrefi. Þetta er stórt stökk frá Val, þetta er atvinnumennska og ég er enn svolítið að meðtaka það.
Ég leyfi hlutunum að koma og vinn fyrir næsta skrefi. Þetta er stórt stökk frá Val, þetta er atvinnumennska og ég er enn svolítið að meðtaka það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlín Eiríksdóttir leikur einnig í sænsku Allsvenskan. - Ég fékk svo að vita það í morgun að félagið borgaði fyrir flýtimeðferð á félagsskiptunum svo ég gæti spilað leik á laugardaginn
Hlín Eiríksdóttir leikur einnig í sænsku Allsvenskan. - Ég fékk svo að vita það í morgun að félagið borgaði fyrir flýtimeðferð á félagsskiptunum svo ég gæti spilað leik á laugardaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal Friðriksson - Þetta byrjaði þannig að Valgeir heyrði í yfirmanni knattspyrnumála og ætlaði að fá ráð
Valgeir Lunddal Friðriksson - Þetta byrjaði þannig að Valgeir heyrði í yfirmanni knattspyrnumála og ætlaði að fá ráð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég þurfti að fresta ferðinni út til að ná þeim æfingum, það kom þannig á óvart
Ég þurfti að fresta ferðinni út til að ná þeim æfingum, það kom þannig á óvart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammistaðan var fín en ég hefði viljað ná að stimpla mig inn í einhverja stöðu þegar tækifærin gáfust, ná að eigna mér einhverja stöðu.
Frammistaðan var fín en ég hefði viljað ná að stimpla mig inn í einhverja stöðu þegar tækifærin gáfust, ná að eigna mér einhverja stöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ennþá aðeins að melta þetta allt saman, þetta er einhvern veginn svo mikil U-beygja."

Diljá Ýr Zomers gekk í gær í raðir sænska félagsins Häcken frá Val. Diljá er nítján ára sóknarkona sem uppalin er hjá FH og hefur einnig leikið með Stjörnunni.

Häcken er ríkjandi meistari í sænsku Damallsvenskan en félagið bar í fyrra nafnið Kopparbergs/Gautaborg. Vegna fjárhagsvandræða steig Häcken inn í og ber félagið því það nafn í dag.

Fótbolti.net heyrði í Diljá í gærkvöldi og ræddi við hana um skiptin. Fram kemur að Häcken kaupir Diljá frá Val en áður hafði verið einhver óvissa um hvort um lánssamning væri að ræða.

„Heyrðu ég átti að fara í próf í morgun, klukkan 08:30 á íslenskum tíma en þá var æfing hjá félaginu. Ég bað um að fá að fresta því fram á kvöld, til klukkan 20:00 en svo gleymdi kennarinn mér og ég fór því ekkert í prófið. Ég átti að fara í próf í Rekstrargreiningu," sagði Diljá í gærkvöldi. Lagt hafði verið upp með að ræða félagsskiptin eftir umrætt próf. Diljá stundar nám við Háskólann í Reykjavík og getur haldið því áfram út þessa önn þar sem hún er kominn til Svíþjóðar.

Af hverju fórstu til Svíþjóðar?

,Mig langaði að prófa eitthvað nýtt, var kominn á þann stað og það var meginástæðan. Ég var mjög opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt og ef eitthvað myndi klikka þá væri auðvelt fyrir mig að koma aftur heim."

Þú mætir á æfingu hjá liðinu sem varð meistari á síðustu leiktíð, hvernig kom það til?

„Ég fæ tækifæri til að koma á æfingar. Fyrst vissi félagið ekki að ég væri að flytja út en svo fréttist það eftir fyrstu æfinguna mína og ég fæ að mæta á fleiri æfingar. Það gekk bara mjög vel og endaði svona, með samningi."

Þú spilaðir einnig æfingaleiki, gengu þeir líka vel?

„Það gekk mjög fínt í báðum æfingaleikjunum, ég veit ekki hvort það hafi eitthvað spilað inn í en aðallega gekk mér vel á æfingunum. Ég sýndi hvað í mér býr og vann mér þetta þannig inn."

Hvað hefði verið planið ef Häcken hefði ekki boðið þér samning?

„Ég var búin að skoða nokkur lið og var með þau í bakhöndinni. Häcken var fyrsti kostur og því byrjaði ég þar. Menn hjá Häcken skoðuðu klippur af mér og kynntu sér hvernig leikmaður ég væri."

Þetta er eitt af bestu liðunum, meistarar síðasta árs. Hvernig er umgjörðin?

„Já, þetta lið og Rosengård eru svona stærstu liðin. Umgjörðin er rosalega flott og 100% jafnt milli kvenna og karla. Við erum atvinnukonur, sem dæmi mætti ég klukkan níu á morgun á æfingu og var komin heim klukkan sex."

Kom þér það á óvart hversu vel gekk á æfingum og í aðdragandanum að samningnum?

„Já, í rauninni. Þegar ég heyrði að ég gæti fengið tækifæri að æfa með liðinu hugsaði ég að ég ætlaði ekki að segja nei við því. Ég ætlaði mér að prófa og sjá, var í raun ekki með neinar væntingar. Þetta kom alveg á óvart allt saman en ég er á sama tíma mjög ánægð með þetta því ég þurfti að vinna mér inn fyrir þessu og sanna hvað ég get. Þetta kom ekki upp í hendurnar á mér, ég þurfti að standa mig vel á æfingunum. Það gerir þetta extra skemmtilegt líka að sjá að maður á í fullu tré við stelpurnar á þessu 'leveli'."

Það hlýtur að hafa verið mjög ljúft þegar samningurinn var á borðinu og eina sem var eftir var að skrifa undir.

„Já, algjörlega! Þetta var búið að vera í loftinu í nokkra daga, ég var búin að vita það í viku að Häcken vildi að ég myndi skrifa undir. Þá átti eftir að fara í viðræður við Val. Ég var því alveg róleg yfir þessu því það átti eftir að ganga frá þessu milli félaganna. Ég fékk svo símtal á þriðjudaginn að allt væri klárt, ég fékk send drög að samningi og skrifaði undir í morgun [fimmtudag]."

Það er þá klárt að þetta eru félagsskipti frá Val?
Það hafði komið fram að mögulega væri um lánssamning að ræða.

„Þeir sögðu mér að Valur vildi annað hvort lána mig eða fá eitthvað fyrir mig. Ég veit ekki hvað fór á milli félaganna en þetta eru félagsskipti."

Það er væntanlega ekki algjör tilviljun að leit að félagi í Svíþjóð hafi byrjað hjá Häcken?
Diljá er kærasta Valgeirs Lunddal Friðrikssonar sem gekk í raðir Häcken frá Val í desember.

„Jú og nei. Þetta byrjaði þannig að Valgeir heyrði í yfirmanni knattspyrnumála og ætlaði að fá ráð, spyrja út í liðin hérna í kring og fá að vita meira um þau. Það þróaðist út í að Häcken fór að skoða klippur af mér og mér boðið að koma á æfingu."

„Ég myndi ekki segja að ég væri að elta Valgeir. Ég ætlaði að koma út til að gera mitt, halda áfram í háskólanum og spila fótbolta."


Aðeins að Val, varstu heilt yfir sátt við þína frammistöðu og þau tækifæri sem þú fékkst með Val á síðasta tímabili?

„Maður vill auðvitað fleiri mínútur, en kannski miðað við hvernig ég fór með hugann inn í tímabilið þá fékk ég mögulega fleiri mínútur en ég bjóst við. Frammistaðan var fín en ég hefði viljað ná að stimpla mig inn í einhverja stöðu þegar tækifærin gáfust, ná að eigna mér einhverja stöðu."

Var það mikil innspýting þegar Þorsteinn Halldórsson valdi þig í æfingahópinn á dögunum?
Diljá á að baki fimm unglingalandsleiki og voru þetta hennar fyrstu kynnni af A-landsliðinu.

„Jú, ég þurfti að fresta ferðinni út til að ná þeim æfingum, það kom þannig á óvart. Ég var ekki að fara sleppa þessum æfingum. Ég var mjög ánægð að vera valin og hugsunarhátturinn á þem æfingum var sá að ég hefði engu að tapa og það gekk mjög vel."

Hugsaru eitthvað um landsliðið með því að fara til Svíþjóðar?

„Ég hef í hreinskilni ekkert hugsað út í það, en jú, ég geri mér grein fyrir að ég er komin í topplið og það eru nokkrar landsliðskonur að spila í þessari deild. Ef kallið kemur þá kemur það, ég væri að sjálfsögðu ánægð með það og vonast klárlega eftir tækifærum með A-landsliðinu. Aðalmarkmiðið og einbeitingin er samt á því að gera mitt besta með Häcken og koma mér vel inn í hlutina hjá félaginu."

Ráðlagðiru þig við einhvern áður en þú tókst ákvörðun að skrifa undir?

„Ég var í sambandi við þjálfarana hjá Val en kannski ekki beint varðandi ráðleggingar. Ég finn það auðvitað best sjálf hvernig mér er að ganga, á hvaða stað ég er miðað við allar hinar á æfingu og það gengur bara það vel á æfingum að það er ekkert sem segir mér að þetta geti verið eitthvað rangt skref. Ég fékk svo að vita það í morgun að félagið borgaði fyrir flýtimeðferð á félagsskiptunum svo ég gæti spilað leik á laugardaginn. Ég tek því sem góðum og jákvæðum hlut."

„Ég er ennþá aðeins að melta þetta allt saman, þetta er einhvern veginn svo mikil U-beygja. Þegar ég var heima á Íslandi var ég ekkert búin að pæla í atvinnumennsku eða slíku, ég er ekki mikill pælari eða ákveð að ég ætli mér einhverja hluti í líkingu við þetta. Ég leyfi hlutunum að koma og vinn fyrir næsta skrefi. Þetta er stórt stökk frá Val, þetta er atvinnumennska og ég er enn svolítið að meðtaka það."


Æfir kvennaliðið á sama stað og karlaliðið?

„Stefnan er að það sé þannig. Það er verið að vinna í að klára æfingavellina. Við mætum á æfingasvæðið og keyrum svo þaðan á keppnisvöllinn og æfum þar. Við æfum klukkan hálf tíu og svo eru strákarnir klukkan 11, beint á eftir okkur."

Eruð þið búin að koma ykkur vel fyrir?

„Já, Valgeir fékk íbúð um leið og hann kom og er kominn með bíl. Ég fæ bíl á næstunni og þá verður þetta aðeins auðveldara," sagði Diljá að lokum.
Athugasemdir
banner
banner