16-liða úrslitin í Meistaradeildinni klárast í kvöld. Klukkan 17:45 taka Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille á móti Dortmund þar sem staðan í einvíginu er 1-1.
Klukkan 20:00 hefjast svo seinni þrír leikirnir. Arsenal er með sex marka forystu (7-1) gegn PSV og Aston Villa náði að skora tvö mörk undir lokin í Belgíu (3-1) og því í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Þá leiðir Real (2-1) fyrir Madrídarslag kvöldsins.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Klukkan 20:00 hefjast svo seinni þrír leikirnir. Arsenal er með sex marka forystu (7-1) gegn PSV og Aston Villa náði að skora tvö mörk undir lokin í Belgíu (3-1) og því í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Þá leiðir Real (2-1) fyrir Madrídarslag kvöldsins.
Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð með fram útsláttarkeppninni. Sérfræðingar í ár eru Alli Jói, þjálfari Völsungs, og Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfari Víkings. Aðili frá Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Svona spá þeir leikjum kvöldsins:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Lille 2 - 1 Dortmund
Lille verður óvæntasta liðið í 8-liða úrslitum. Kemur í bakið á Dortmund að koma ekki með forystu inn í þennan leik. Hnífjafn leikur sem dettur með heimaliðinu.
Arsenal 1 - 0 PSV
Fékk pillur frá Arsenal samfélaginu eftir spá síðustu viku. Tek það á kassann og spái aftur hundleiðinlegum leik. Markið kemur frá Sterling en þetta verður einmitt síðasta markið hans á ferlinum.
Aston Villa 2 - 0 Club Brugge
Það mætast tvö ensk í 8-liða úrslitum. Engin flugeldasýning bara þægilegt fyrir Villa. Club Brugge bara númeri of lítið fyrir þetta svið.
Atletico 1 - 1 Real
Risa leikur og alvöru hiti. Reynslan á þessu sviði verður það sem skilar þessu yfir línuna hjá Real. Við fáum rauð spjöld og hasar í uppbótartíma. Mbappe kemur Real yfir en Álvarez jafnar og við fáum alvöru lokamínútur. Real heldur út og allt í einu er Real orðið favorites til að vinna keppnina.
Aron Baldvin Þórðarson
Lille 1 - 0 Dortmund
Ég spáði því síðast að Hákon Haralds myndi skora og fiska víti þannig mér finnst ég vera illa svikinn af honum að láta bara markið duga. Daði Ólafs vinur minn heimsótti hann um daginn, þeir eru góðir vinir og hann sagði mér að hann myndi leggja upp í kvöld í 1-0 sigri. Ég er sammála honum!
Aston Villa 3 - 0 Club Brugge
Svo sem lítið meira um það að segja.
Arsenal 0 - 0 PSV
7-1 sigur ætti að tryggja rétt á að þurfa ekki að keppa seinni leikinn. Arsenal á Chelsea um helgina í deildinni og hvílir heldur betur í þessum leik.
Atletico 1 - 1 Real
Vona innilega að Real fari áfram enda töluvert skemmtilegra lið að horfa á. Leikurinn fer í framlengingu þar sem Real jafnar 1-1 sem verða svo endanleg úrslit. Vini jr verður hetjan!
Fótbolti.net - Egill Sigfússon
Lille 1 - 1 Dortmund (2-1 eftir framlengingu)
Dortmund er alltaf öflugt í Meistaradeildinni en nú detta þeir þýsku út gegn Lille þar sem Hákon Arnar verður í aðalhlutverki og skorar eina mark framlengingarinnar og tryggir Lille í 8-liða úrslit.
Arsenal 2 - 0 PSV
Steindautt einvígi eftir niðurlæginguna í Eindhoven í síðustu viku. Arsenal tekur þennan þægilega 2-0.
Aston Villa 3 - 0 Club Brugge
KA banarnir virðast vera búnir þetta árið eftir glæsilegt gengi hingað til í keppninni. Asensio setur tvö og ætli Rogers skori ekki líka.
Atletico 1 - 1 Real
Atletico-menn verða þéttir og það verður 0-0 fram eftir leik. Hins vegar stingur Luka Modric einni gullsendingu í gegn á Kylie sem kemur Real yfir í seinni hálfleik. Atletico jafnar en nær ekki markinu til að koma leiknum í framlengingu. Real í meistaradeildinni er alvöru skrímsli.
Staðan í heildarkeppninni:
Alli Jói - 10
Aron Baldvin - 9
Fótbolti.net - 10
Athugasemdir