Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   mið 12. mars 2025 23:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Svakaleg toppbarátta - Guðlaugur Victor ekki með í fyrsta útisigrinum
Mynd: Plymouth Argyle
Leeds United tapaði óvænt gegn Portsmouth um helgina og missti toppsætið til Sheffield United. Liðið endurheimti toppsætið í kvöld.

Leeds komst yfir snemma leiks þegar Jake Cooper varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það var síðan Ao Tanaka sem innsiglaði sigur Leeds undir lok leiksins.

Portsmouth tókst hins vegar ekki að fylgja eftir sigrinum gegn Leeds. Liðið fékk Plymouth í heimsókn en Guðlaugur Victor Pálsson sem var valinn í íslenska landsliðshópinn í dag var ekki í leikmannahópi Plymouth.

Plymouth komst yfir undir lok fyrri hálfleiks og Ryan Hardie skoraði annað mark liðsins í upphafi seinni hálfleiks. Plymouth var manni færri síðustu mínúturnar og Portsmouth tókst að klóra í bakkann.

Stoke fjarlægðist fallbaráttuna með sigri á Blackburn sem hefur ekki unnið í fjórum síðustu leikjum. Hull lagði Oxford í botnbaráttuslag og Watford lagði Swansea.

Portsmouth 1 - 2 Plymouth
0-1 Mustapha Bundu ('44 )
0-2 Ryan Hardie ('49 )
1-2 Adil Aouchiche ('89 )
Rautt spjald: Matthew Sorinola, Plymouth ('86)

Stoke City 1 - 0 Blackburn
1-0 Ali Al-Hamadi ('19 )

Hull City 2 - 1 Oxford United
0-1 Michal Helik ('66 )
1-1 Joe Gelhardt ('73 )
2-1 Jamie Cumming ('76 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Gustavo Puerta, Hull City ('90)

Leeds 2 - 0 Millwall
1-0 Jake Cooper ('3 , sjálfsmark)
2-0 Ao Tanaka ('85 )

Watford 1 - 0 Swansea
1-0 Moussa Sissoko ('27 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 25 15 7 3 55 26 +29 52
2 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
3 Middlesbrough 25 12 7 6 33 26 +7 43
4 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
5 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
6 Preston NE 25 10 10 5 34 25 +9 40
7 Millwall 25 11 7 7 27 32 -5 40
8 Bristol City 25 11 6 8 38 27 +11 39
9 Stoke City 25 11 4 10 30 23 +7 37
10 Wrexham 25 9 10 6 36 31 +5 37
11 Derby County 25 9 8 8 34 33 +1 35
12 QPR 25 10 5 10 35 39 -4 35
13 Leicester 25 9 7 9 35 37 -2 34
14 Southampton 25 8 9 8 38 34 +4 33
15 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
16 Swansea 25 9 5 11 26 31 -5 32
17 Birmingham 25 8 7 10 32 34 -2 31
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 24 7 7 10 23 30 -7 28
20 Blackburn 24 7 6 11 22 28 -6 27
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 25 6 6 13 28 37 -9 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 24 1 8 15 18 48 -30 -7
Athugasemdir
banner
banner