Kieran Tierney, vinstri bakvörður Arsenal, mun væntanlega ekki spila meira á þessu tímabili. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, staðfesti þetta eftir 3-0 sigurinn á Sheffield United í gærkvöldi.
Tirney meiddist á hné í 3-0 tapinu gegn Liverpool fyrir rúmri viku.
Tirney meiddist á hné í 3-0 tapinu gegn Liverpool fyrir rúmri viku.
Pierre-Emerick Aubameyang, Martin Odegaard, David Luiz og Emile Smith Rowe voru fjarri góðu gamni í gær og Bukayo Saka fór meiddur af velli.
Arteta segir óvíst með alvarleikann á meiðslum Saka en hann fann til í lærinu.
Aubameyang var frá vegna veikinda en hann ætti að ná leiknum gegn Slavia Prag í Evrópudeildinni á fimmtudag. Þar er staðan 1-1 eftir fyrri viðureignina.
Athugasemdir