Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 22:43
Hafliði Breiðfjörð
Covid-test Finns og Kjartans trufla - Flóki meiddur aftan í læri
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR ræddi við Fótbolta.net í kvöld eftir 1 - 1 jafntefli við Fylki í Pepsi Max-deildinni. Hann ræddi þar um Kristján Flóka Finnbogason sem kom ekki við sögu vegna meiðsla auk þess sem bið eftir niðurstöðu úr Covid testum séu að trufla KR vegna Finns Tómasar Pálmasonar og Kjartans Henry Finnbogasonar.

„Við vorum að vonast til þess að Flóki yrði klár en það var mjög tæpt og við getum ekki tekið mikla sénsa með hann. Þetta eru meiðsli aftan í læri og ef þú ferð og snemma geturðu verið miklu lengur frá. Við verðum að leyfa okkur að hvíla hann þar til hann verður 100%," sagði Rúnar en hver er staðan á Kjartani Henry Finnbogasyni sem var að koma til KR frá Esbjerg í Danmörku?

„Kjartan er með staðfest félagaskipti og er löglegur en er í sóttkví fram á mánudag, sama dag og við spilum gegn Val svo ég á ekki von á að hann mæti á æfingar hjá okkur fyrir leikinn," sagði Rúnar sem er tilbúinn að velja Kjartan í hópinn gegn Val þrátt fyrir það.

„Ef hann fær svar frá þeim sem taka Covid testið áður en leikurinn hefst. Finnur Tómas átti að æfa með okkur í gær klukkan 17:00, fór í test átta um morguninnn en fékk ekki svar fyrr en rúmlega sex. Hann gat því ekki æft og við ákváðum að hafa hann ekki hér í dag. Það sama gæti gerst með Kjartan Henry, ef hann fær ekki svar fyrr en eftir sex og leikurinn er korter yfir sjö þá er erfitt að stóla á hann. Ég mun reyna að hafa hann í hópnum, hann er frábær fótboltamaður."
Rúnar Kristins: Flott taktík hjá þeim og skemmtileg
Athugasemdir
banner
banner