Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. maí 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ejub ráðinn sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Stjarnan
Ejub Purisevic hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Stjörnunni.

Ejub er með mikla reynslu úr þjálfun. Hann gerði magnaða hluti fyrir fótboltann í Snæfellsbæ en hann sagði skilið við Víking Ólafsvík eftir tímabilið 2018. Hann kom fyrst til félagsins 2003.

Hann hefur síðan verið að þjálfa í yngri flokkum Stjörnunnar en er núna mættur í meistaraflokkinn.

„Ejub þekkir félagið inn og út og verður mikill styrkur í því að hafa hann mér við hlið, ég er spenntur fyrir framhaldinu,” sagði Þorvaldur.

„Ég er mjög ánægður með traustið sem Þorvaldur og félagið sýna mér, næsta verkefni er Víkingur á morgun,” sagði Ejub.

Þorvaldur tók við Stjörnunni eftir að Rúnar Páll Sigmundsson sagði starfi sínu lausu eftir fyrsta leik Íslandsmótsins. Stjarnan tapaði 2-0 fyrir Keflavík í síðustu umferð en næsti leikur liðsins er við Víking á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner