mið 12. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikstjórinn á Kópavogsvelli
Gömul og góð mynd.
Gömul og góð mynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik lagði ÍH að velli, 3-0, í fyrstu umferð 3. deildar karla um síðustu helgi.

Kári Ársælsson, fyrrum fyrirliði Breiðablik, spilar með Augnablik í sumar og hann lætur mikið fyrir sér fara á vellinum.

Rætt var um Kára og hans áhrif á Augnabliksliðið í nýjasta þætti Ástríðunnar.

„Eftir tvær mínútur í þessum leik var hann byrjaður að leikstýra því sem fór fram inn á vellinum," sagði Sverrir Mar Smárason, leikmaður ÍH og spurði Gylfi Tryggvason þá hvort hann væri að stýra spilinu.

„Já og mér fannst hann líka fá að setja sýna vigt í ákvarðanir dómarans. Þessi nærvera sem þessi gæi hefur, það hefur áhrif. Við töluðum mikið um það í fyrra að það vantar svona karakter og svona reynslu í Augnablik. Þeir fara alltaf upp í ár," sagði Sverrir jafnframt.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Ástríðan - Fyrsta umferð gerð upp í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner