Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. maí 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Salah: Ég er bestur í heimi í minni stöðu
Mynd: EPA
Mohamed Salah segist vera besti leikmaður heims í sinni stöðu. Egypski framherjinn hefur verið valinn leikmaður tímabilsins að mati íþróttafréttamanna eftir frábært tímabil með Liverpool.

Hann hefur skorað 30 mörk í 48 leikjum í öllum keppnum til þessa og er að vinna baráttuna um gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi 29 ára leikmaður segist vera á toppnum.

„Ef þú berð mig saman við hvaða leikmann sem er í sömu stöðu í heiminum þá kemstu að því að ég er sá besti," sagði Salah við beIN Sports.

„Ég hef alltaf fulla einbeitingu á minni vinnu og geri mitt besta. Tölurnar sanna orð mín. Ég vil skapa nýja áskorun fyrir mig, til að geta unnið á öðruvísi hátt og skipt sköpum."

Liverpool mætir Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins um helgina, heldur í vonina um að geta unnið úrvalsdeildina og leikur svo úrslitaleik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner