Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 12. maí 2024 11:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enn eitt áfallið fyrir Vestra - Fatai lengi frá
Fatai Gbadamosi
Fatai Gbadamosi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestramenn hafa svo sannarlega ekki haft heppnina með sér þegar kemur að meiðslum. Rétt í þessu var tilkynnt að Fatai Gbadamosi væri rifbeinsbrotinn og verður hann frá næstu 12 vikurnar.

Þetta eru þriðju alvarlegu meiðslin sem leikmenn Vestra lenda í frá því að síðasta tímabili lauk. Liðið varð fyrir áfallið þegar miðvörðurinn Gustav Kjeldsen sleit hásin í vetur og í upphafi móts meiddist sá sem var fenginn til að leysa Kjeldsen af, Eiður Aron Sigurbjörnsson. Eiður á allavega rúmlega tvo mánuði eftir í sínu endurkomuferli eftir að hafa ristarbrotnað.

Fatai lék allan leikinn gegn FH fyrir rúmri viku síðan og var ekki í leikmannahópnum gegn ÍA í gær. Ástæðan fyrir því er rifbeinsbrot. Hann lenti í samstuði á æfingu í vikunni og rifbeinsbrotnaði.

Fatai er 25 ára nígerískur varnarsinnaður miðjumaður sem er á sínu fjórða tímabili hér á landi. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fékk Fatai til Kórdrengja tímabilið 2021 og tók hann svo með sér þegar hann var ráðinn þjálfari Vestra. Fatai hafði spilað í heimalandinu og í Tyrklandi áður en hann kom til Íslands.

„Það eru mikil skakkaföll í hópnum um þessar mundir en okkur þykir leitt að tilkynna að miðjumaðurinn Fatai Adebowale Gbadamosi er rifbeinsbrotinn eftir samstuð á æfingu í vikunni. Áætlað er að endurhæfingin taki allt að 12 vikur. Við sendum batakveðjur á Fatai og hlökkum til að sjá hann á vellinum seinnipart móts," segir í tilkynningu Vestra.
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 15 10 3 2 34 - 15 +19 33
2.    Breiðablik 15 9 3 3 33 - 19 +14 30
3.    Valur 14 8 4 2 36 - 18 +18 28
4.    FH 15 7 4 4 27 - 24 +3 25
5.    ÍA 15 7 3 5 33 - 21 +12 24
6.    Stjarnan 15 6 2 7 27 - 29 -2 20
7.    Fram 14 5 4 5 20 - 20 0 19
8.    KA 15 5 3 7 23 - 29 -6 18
9.    KR 15 3 5 7 25 - 30 -5 14
10.    HK 15 4 2 9 17 - 35 -18 14
11.    Vestri 15 3 3 9 18 - 36 -18 12
12.    Fylkir 15 3 2 10 21 - 38 -17 11
Athugasemdir
banner
banner
banner