Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 12. maí 2024 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atlético með annan fótinn í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í spænska boltanum í dag, þar sem Atlético Madrid tók á móti Celta Vigo í mikilvægum slag fyrir bæði lið.

Staðan var markalaus allt þar til á lokakaflanum, þegar Rodrigo De Paul skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu.

Leikurinn var nokkuð rólegur þar sem heimamenn í Madríd voru sterkari aðilinn en gestirnir frá Vigo fengu einnig sín færi. Lokatölur urðu þó 1-0 og er Atlético svo gott sem búið að tryggja sér fjórða sæti spænsku deildarinnar.

Celta hefði svo gott sem bjargað sér endanlega frá falli með jafntefli eða sigri í dag, en liðið er fimm stigum frá fallsvæðinu sem stendur.

Cádiz tók á móti Getafe fyrr í dag og þurfti nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni. Cadiz átti góðan leik og skoraði Rubén Alcaraz úr vítaspyrnu á 35. mínútu.

Meira var ekki skorað og reyndist þetta sigurmarkið, en Cadiz er fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir. Cadiz þarf því mikla heppni til að bjarga sér.

Atletico Madrid 1 - 0 Celta
1-0 Rodrigo De Paul ('84 )

Cadiz 1 - 0 Getafe
1-0 Ruben Alcaraz ('35 , víti)
Athugasemdir
banner
banner