Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fim 12. september 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Umboðsmaður Salah orðinn mjög þreyttur á falsfréttum
Mynd: EPA

Það er mikil óvissa um framtíð Mohamed Salah en samningur hans við Liverpool rennur út eftir níu mánuði.


Mikið hefur verið rætt og ritað um að hann sé í viðræðum við Liverpool en hann sagði sjálfur í viðtali eftir sigur Liverpool gegn Man Utd fyrir landsleikjahléið að hann væri að njóta síðasta ársins með liðinu.

Ramy Abbas Issa, umboðsmaður Salah, hefur tjáð sig um umræðuna á samfélagsmiðlinum X. En hann er orðinn mjög þreyttur á falsfréttum.

„Svo þið vitið að þá eru þessir 'fjölmiðlamenn' sem gefa í skyn að þeir hafi 'innherjaupplýsingar' varðandi framtíð Mohamed eru að skrifa fullyrðingar/færslur byggt á nákvæmlega engu. Bara til að fá smelli. 'Heimildamaður hjá Mohamed' er ekki til. Þessi færsla er bara til að segja ykkur að þeir vita ekkert," skrifaði Issa.


Athugasemdir
banner
banner
banner