Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
banner
   fim 13. febrúar 2025 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand: Ég skil viðbrögð Jones
Mynd: EPA
Curtis Jones var allt annað en kátur með Abdoulaye Doucoure, leikmann Everton, eftir leik liðanna í gær.

Doucoure var mjög kátur með að liðið hans náði að jafna leikinn í blálokin og fór að stuðningsmönnum Liverpool eftir leik og ögraði þeim. Jones, sem er leikmaður Liverpool, sá það og reif í hann. Upp úr sauð og báðir fengu þeir rautt spjald fyrir atvikið. Jones missir af komandi leik gegn Wolves og Doucoure missir af leik gegn Crystal Palace.

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Man Utd, tjáði sig um atvikið á TNT Sports.

„Mér finnst svo sem ekkert að því að fara að stuðningsmönnum andstæðinganna. Munurinn á því er að þetta er nágrannaslagur, þú ert ekki hrifinn af þeim en það er virðing og þú veist að þú ert að fara kveikja í hlutunum."

„Í öðrum leikjum getur þú gert þetta því þá er þetta bara létt skítkast. Stundum eru tilfinningar í þessu. Mario Balotelli gerði þetta við stuðningsmenn Man Utd einu sinni og ég varð æstur og við lentum saman svo ég et skilið af hverju Curtis Jones gerði það sem hann gerði,"
sagði Ferdinand.

Atvikið sem Ferdinand nefnir var eftir undanúrslitaleik FA bikarsins árið 2011. Það atvik má sjá í spilaranum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner