Víkingur vann sögulegan sigur gegn Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.
Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk Víkinga. Panathinaikos tókst að klóra í bakkann undir lok leiksins með marki úr umdeildri vítaspyrnu.
Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk Víkinga. Panathinaikos tókst að klóra í bakkann undir lok leiksins með marki úr umdeildri vítaspyrnu.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Panathinaikos
Dómarinn dæmdi upphaflega hendi á Daníel Hafsteinsson en það var ekki rétt. Hann skoðaði atvikið í VAR og fann brot á Daníel sem virtist vera fyrir litlar sakir. Atvikið var til umræðu í umfjöllun Stöð 2 Sport eftir leikinn.
„Þeir í VAR herberginu redduðu honum. Þeir voru að skoða þetta og sögðu 'Þetta er ekki hendi en við fundum annað, viltu koma að tékka á því og dæmt víti, við getum bjargað þér.' Þetta er þannig atburðarás, annars var hann frábær í þessum leik," sagði Baldur Sigurðsson í útsendingu Stöð 2 Sport eftir leikinn.
„Auðvitað koma menn við hvern annan en mér finnst þetta algjör þvæla," sagði Atli Viðar Björnsson.
Sjáðu atvikið hér
Athugasemdir