Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 13. september 2022 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arda Turan leggur skóna á hilluna
Tyrkneski fótboltamaðurinn Arda Turan hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna, 35 ára að aldri.

Hann hefur verið án félags frá því samningur hans hjá Galatasaray rann út undir lok síðustu leiktíðar.

Hann hóf feril sinn hjá Galatasaray og átti þar góðan tíma áður en hann gekk í raðir Atletico Madrid árið 2011. Hann fór svo til Barcelona árið 2015 en náði aldrei að koma sér í stórt hlutverk þar. Hann endaði ferilinn í heimalandinu með Istanbul Basaksehir og Galatasaray.

Árið 2019 var Turan dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á söngvarann Berkay Sahin á skemmtistað í Istanbúl. Turan nefbraut Sahin í slagsmálum og fór síðan á sjúkrahús þar sem hann skaut byssuskotum út í loftið.

Hann kveðst núna ætla að einbeita sér að þjálfun.
Athugasemdir