þri 13. október 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Enska sambandið á móti tillögu Liverpool og Man Utd
Mynd: Getty Images
Það vakti mikla athygli í Englandi á sunnudaginn þegar fréttir bárust um tillögu Liverpool og Manchester United að miklum breytingum í enska boltanum.

Tillagan felur í sér að fækka liðum í úrvalsdeildinni úr 20 niður í 18 og blása af keppnir á borð við enska deildabikarinn og leikinn um samfélagsskjöldinn.

Með tillögunni myndu félög í neðri deildunum fá 250 milljónir punda í sinn hlut til að bregðast við fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirunnar.

Annað í tillögunni hugnast þó stórliðum ekki eins vel en þar er talað um breytingu atkævðagreiðslum og munu því stýra toppfótbolta á Englandi og gæti það talist afar hættulegt fyrir framtíð enska boltans.

Sky Sports segir í dag að enska knattspyrnusambandið sé á móti tillögunni og að 14 félög í ensku úrvalsdeildinni, þau félög sem eru ekki í topp sex, hafi einnig miklar áhyggjur af henni.

Sjá einnig:
Liverpool og Man Utd leggja fram tillögu að 18 liða deild
Athugasemdir
banner
banner
banner