Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. október 2020 12:17
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool og Man Utd leggja fram tillögu að 18 liða deild
Liverpool og Manchester United vilja 18 liða deild
Liverpool og Manchester United vilja 18 liða deild
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þau lið sem falla fá ekki þessa klassísku fallhlífargreiðslu heldur yrði peningunum dreift niður
Þau lið sem falla fá ekki þessa klassísku fallhlífargreiðslu heldur yrði peningunum dreift niður
Mynd: Getty Images
Ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Manchester United hafa lagt fram tillögur að nýrri og endurbættari úrvalsdeild en það er Telegraph sem greinir frá þessu fyrsta allra miðla. Félögin vilja fækka liðum úr 20 niður í 18.

Félögin hafa unnið saman að því að leggja fram tillöguna en hún fær heitið „Project Big Picture". Tillagan miðar að því að bæta fjárhag félaga og felur það í sér mikið af breytingum.

Liðum í deildinni yrði fækkað úr 20 niður í 18 og þá vilja félögin leggja niður enska deildabikarinn og leikinn um samfélagsskjöldinn.

Þá virðast félög koma saman um að greiða 250 milljónir punda í neðri deildirnar til að bjarga fjárhag þeirra. 25 prósent af öllum tekjum deildarinnar myndu þá renna í neðri deildirnar og kemur það í stað fallhlífarpakkans auk þess sem félögin myndu greiða enska knattspyrnusambandinu eina greiðslu upp á 100 milljónir punda til að viðhalda kostnaði sambandsins.

Telegraph greinir frá því að Liverpool og Manchester United hafi unnið að því í sameiningu að leggja drög að þessari tillögu en sex efstu lið deildarinnar styðja tillöguna.

Í tillögunni kemur einnig fram að það lið sem hafnar í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar myndi fara í umspil með þeim liðum sem hafna í 3. - 5. sæti B-deildarinnar, svipað og er gert í Þýskalandi.

Búið er að boða til breytinga í Meistaradeild Evrópu frá 2024/2025 tímabilinu en ensku félögin myndu þá spila fleiri leiki. Það er reiknað með að spila í fjórum riðlum og átta lið í hverjum riðli og yrði því leikjaálagið meira.

Rick Parry, stjórnarformaður EFL-deildarinnar, hefur fundað með bæði Liverpool og Manchester United en hann styður tillögur þeirra.

Viðræður hófust árið 2017 þegar fyrstu drög voru lögð fram en áhrif kórónaveirunnar hafa flýtt fyrir ferlinu. Ljóst er að þau níu félög sem hafa verið lengst í deildinni myndu hafa mestu völdin en hér fyrir neðan má sjá helstu punkta í tillögur að nýrri og bættari úrvalsdeild.

Listi yfir helstu breytingar:
- Félögin í ensku úrvalsdeildinni greiða neðri deildarfélögum 250 milljónir punda til að hjálpa til við rekstur.

- Þau níu félög sem hafa spilað lengst í deildinni gegna sérstakri stöðu og þá verða sex efstu félögin með mesta vægið þegar kemur að breytingum á reglugerðinni og öðru sem tengist deildinni.

- Fækkað liðum úr 20 og niður í 18 liða deild

- 25 prósent af tekjum ensku úrvalsdeildarinnar og B-deildarinnar rennur til neðri deildar félaga

- Enski deildabikarinn lagður niður ásamt samfélagsskildinum

- Það lið sem hafnar í 16. sæti úrvalsdeildarinnar í 18 liða deild myndi fara í umspil við 3. - 5. sæti B-deildarinnar.

- Deildin myndi byrja seint í ágúst og hjálpar liðum að koma betur undirbúin. Þá yrði sumardeild ensku úrvalsdeildarinnar á fimm ára fresti.

- Félög mega lána út fimmtán leikmenn á tímabili og fá fjóra leikmenn á láni frá sama félaginu.
Athugasemdir
banner
banner