Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 13. október 2020 12:41
Elvar Geir Magnússon
Smit í umhverfi íslenska landsliðsins?
Icelandair
Maður að sótthreinsa alla bolta.
Maður að sótthreinsa alla bolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrúmsloftið fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli var sérstakt og Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari Fótbolta.net, skynjaði að eitthvað væri í gangi.

Skömmu áður en íslenska liðið mætti á æfinguna í morgun var borð með drykkjum leikmanna tæmt og öllum drykkjum hellt niður.

Þjálfarateymið fundaði eftir það með Klöru framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönnum KSÍ.

Í kjölfarið mætti þarna maður með sótthreinsunargræjur, hreinsaði borðið og alla bolta og búnað sem leikmenn nota á æfingunni.

Íslenska landsliðið æfði svo eins og ekkert hefði í skorist en framundan er leikur gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Klara Bjartmars, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fótbolta.net að óstaðfestar grunsemdir væru um smit í umhverfi landsliðsins. Enginn í hópnum eða starfsliðinu væri þó kominn í sóttkví eins og staðan væri en þessi mál væru í skoðun.

Á meðan yrðu allar sóttvarnir settar upp um eitt stig. Spurningar vakna um hvort leikurinn gegn Belgíu annað kvöld sé í hættu.

Uppfært 14:00 - Klara segir við Vísi að grunur sé um að starfsmaður sem sé tengdur íslenska landsliðshópnum sé smitaður. Hann hafi þó „ekki endilega“ verið í tengslum við leikmenn íslenska liðsins síðustu daga. Klara segir ekkert benda til þess að leikurinn á morgun fari ekki fram.
Athugasemdir
banner
banner