Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 13. nóvember 2021 15:02
Aksentije Milisic
Arnór og Elías á skotskónum í sigrum
Mynd: Getty Images
Nokkrir íslendingar voru í eldlínunni í dag hjá sínum félagsliðum. Kvennaboltinn heldur áfram að rúlla og þá spiluðu íslenskir leikmenn í æfingaleik og bikar.
_________________________________________________________________________

Arnór Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Venezia þegar liðið mætti slóvenska liðinu NK Tabor Sežana í æfingaleik í dag. Markið hans Arnórs kom eftir níu mínútna leik en leiknum lauk með 2-1 sigri Venezia.

Elías Már Ómarsson skoraði þá eitt marka Nimes sem vann FCCLA í franska bikarnum í dag. Elías kom stöðunni í 2-0 snemma í síðari hálfleiknum en leiknum lauk með 3-0 sigri Nimes.
______________________________________________________________________
Í þýsku úrvalsdeildinni spilaði Alexandra Jóhannsdóttir rúmt korter í 6-0 sigri Eintracht Frankfurt gegn Jena. Eintracht fór með sigrinum upp í þriðja sætið, tímabundið hið minnsta.

Á sama tíma tapaði Bayern Munchen á heimavelli gegn Wolfsburg. Leiknum lauk með 0-1 sigri gestanna og nú hafa Alexandra og stöllur í Eintracht jafnað Bayern að stigum.

Glódis Perla Viggósdóttir var ónotaður varamaður hjá Bayern Munchen í leiknum í dag. Bayern er í öðru sæti deildarinnar.
______________________________________________________________________
Í Norska boltnum áttust við Klepp og Valerenga í kvennaboltanum. Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn fyrir gestina og þá kom Amanda Andradóttir inn á þegar fimm mínútur voru eftir í 1-3 sigri Valerenga. Valerenga er í fjórða sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner